Toyota hefur frumsýnt tilraunabíl sem greinilega er ætlað að vera forveri nýrrar kynslóðar C-HR bílsins. Bíllinn var sýndur á Bílasýningunni í Los Angeles og er einfaldlega kallaður bZ. Með þessu er staðfest að nýr C-HR verði rafdrifinn en einnig gætu komið tvinnútgáfur og tengiltvinnbúnaður í næstu kynslóð, þar sem að TNGA og e-TNGA undirvagnarnir eru ekkert svo ólíkir.
Þegar horft er á bílinn er hann vel heppnuð blanda af núverandi C-HR saman við útlit nýrra bZ rafbíla. Sjá má ljósalínu milli horna að framan sem enda í C-laga dagljósum. Innréttingin er ný af nálinni þótt hún sé í grunninn eins og í bZ4X, þá eru skjáirnir stærri og sjá má ferkantað stýrishjól. Bíllinn er hannaður í Evrópu enda hefur hann verið vinsæll þar á undanförnum árum.
Með stærri upplýsingaskjáum og ferköntuðu stýrishjóli aðgreinir þessi bíll sig frá öðrum bZ rafbílum.