Vinstri græn í Reykja­vík á­kváðu ein­róma á fé­lags­fundi í kvöld að við­hafa raf­rænt for­val fyrir komandi Al­þingis­kosningar 25. septem­ber. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Reykja­víkur­kjör­dæmi heldur sam­eigin­legt for­val fyrir bæði kjör­dæmin og kosið verður í átta efstu sætin, sem þýðir fjögur efstu í hvoru kjör­dæmi, Reykja­vík norður og Reykja­vík suður.

Kjör­stjórn var kosin á fundinum sem fær það verk­efni að skipu­leggja og út­færa for­valið. For­valið stendur í nokkra daga og hægt verður að kjósa hjá skrif­stofu VG fyrir þá sem það vilja.

Með niður­stöðu Reykja­víkur­kjör­dæmanna hefur VG á­kveðið for­val í fjórum af fimm kjör­dæmum. Norð­vestur­kjör­dæmi tekur á­kvörðun á fundi morgun.