Ljóst er að for­val VG fer fram í öllum kjör­dæmum eftir að kjör­dæmis­þing flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi sam­þykkti ein­róma á fundi í kvöld að halda for­val til að velja á fram­boðs­lista flokksins þar. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Steinunn Þóra Guð­munds­dóttir var endur­kjörin for­maður kjör­dæmis­ráðsins og kosin var kjör­stjórn til að sjá um fram­kvæmd og skipu­lag for­valsins, sem er bindandi í efstu þrjú sætin, en í sam­ræmi við reglur hreyfingarinnar um að ekki megi halla á konur.

Vinstri græn í Norð­vestur­kjör­dæmi eru fimmta kjör­dæmis­ráð hreyfingarinnar sem velur for­val, svo nú er ljóst að for­val VG fer fram í öllum kjör­dæmum.

Í fundar­lok minntust Lilja Raf­n­ey Magnús­dóttir, þing­maður Norð­vestur­kjör­dæmis og aðrir fundar­menn, Svavars Gests­sonar, fyrr­verandi ráð­herra og Al­þingis­manns, sem lést að­fara­nótt á­tjánda janúar, en Svavar á sterkar rætur í kjör­dæminu, sem Dala­maður og úr Staf­holts­tungum og af Fellströnd.