Fréttir

Fóru um borð í flug­vélar í leit að stroku­fanga

Enn hefur leit ekki borið árangur að strokufanganum sem strauk frá Sogni í nótt. Lögregla fór um borð nokkurra flugvéla í morgun í leit að Sindra.

Lögregla fór um borð einhverra flugvéla í morgun til að leita að Sindra Lögreglan og Fréttablaðið/Stefán

Enn hefur leit lögreglunnar að strokufanganum Sindra Þór Stefánssyni ekki borið neinn árangur. Lögreglan fylgist nú grannt með eftirlitsmyndavélum á flugstöðinni í Keflavík, og fór í morgun um borð nokkurra flugvéla í leit að Sindra. 

„Það er hluti af þessu. Við fórum bæði um borð í flugvélar og skoðuðum farþegalista, það er hluti af þeirri leit sem fer fram á flugvellinum. Við förum í gegnum eftirlitsmyndavélar og skoðum upptökur frá því í nótt og morgun. Þetta er mikil handavinna,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Gunnar segir leitina ekki enn hafa borið árangur, og lögreglan muni halda áfram að fylgjast með farþegalistum og eftirlitsmyndavélum í flugstöðinni í Keflavík og í Reykjavík í dag, eða þar til Sindri finnst.

Sjá einnig: Lög­regla skoðar hvort stroku­fangi reyni að flýja land

Gunnar taldi ólíklegt að Sindri myndi reyna að flýja land með skipi, en sagði þá hafa verið í sambandi við Norrænu og verið væri að fylgjast með ferðum fólks á Austurlandi. Hann taldi enn fremur afskaplega ósennilegt að honum myndi takast að svindla sér um borð í flutningaskip í Sundahöfn, eftirlitiðkerfið þar væri eitt það háþróaðasta á landinu. 

Sindri hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 2. febrúar 2018 vegna rannsóknar lögreglunnar á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði.  „Hann sat fyrst um sinn í einangrun, síðan í lausagæslu og síðustu tíu daga hefur hann verið á Sogni,“ segir Gunnar. Hann strauk frá Sogni í nótt, um klukkan eitt.

Gunnar sagði í morgun að mikið væri lagt í leitina vegna þess að Sindri er málsaðili máls sem hefur verið í rannsókn frá því í janúar. Gunnar segir rannsókn málsins vera á lokastigi, þrátt fyrir að ekki hafi tekist að finna tölvurnar sem stolið var. „Það hefur víða verið leitað að tölvunum, án árangurs. En það er jafnvel stefnt að því að gefa út ákæru í málinu í byrjun næstu viku.“

Sjá einnig: Stroku­fangi ekki talinn hættu­legur

Í morgun sagði Gunnar að lögregla væri búin að virkja þann mannafla sem er við störf og væri að skoða hvert líklegt væri að Sindri færi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Sindri sé íþróttamannslega vaxinn með skolleitt hár, skegghýjung og 192 sentímetrar á hæð.  Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum strauk Sindri frá Sogni kl. 01:00 í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum  er Sindri ekki talinn hættulegur.

Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Sindra frá klukkan eitt í nótt er beðnir um að koma þeim upplýsingum á framfæri við lögregluna.

Sjá einnig: Lýst eftir strokufanga

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Um­fangs­mikil rann­sókn vegna þriggja inn­brota í gagna­ver

Innlent

Tölvurnar enn ófundnar: Tuttugu verið handteknir

Innlent

Sex milljónir í fundar­laun vegna stolnu tölvanna

Auglýsing

Nýjast

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Auglýsing