Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði hendur í hári tveggja manna sem grunur leikur á að hafi farið inn í bif­reiðar í mið­borginni. Til­kynning um mennina barst rétt fyrir klukkan 18. Ekki kemur fram í skeyti lög­reglu hvort mennirnir hafi náð ein­hverjum verð­mætum.

Til­kynnt var um nokkuð harðan á­rekstur tveggja bif­reiða í austur­borginni undir kvöld. Sjúkra­bif­reið var send á vett­vang en sem betur fer þótti ekki á­stæða til að flytja neinn á slysa­deild. Báðar bif­reiðar voru þó ó­öku­færar eftir ó­happið og þurfti dráttar­bíl til að fjar­lægja þær.

Einnig var til­kynnt um á­rekstur í Hafnar­firði og var sjúkra­bíll einnig sendur á vett­vang, en upp­lýsingar um meiðsl liggja ekki fyrir. Í Garða­bæ var svo bif­reið ekið á ljósa­staur og var bif­reiðin ó­öku­fær eftir ó­happið.

Loks var til­kynnt um konu í annar­legu á­standi á skyndi­bita­stað í mið­bænum. Lög­reglu­menn komu konunni til hjálpar og komu henni heim til sín.