Innlent

Fóru inn á tölvu­póst hjá fyrrum starfs­manni

Vaka fiskeldiskerfi ehf. gerðist brotleg við persónuverndarlög þegar farið var inn á tölvupóst fyrrum starfsmanns án samþykkis. Var tölvupósturinn skoðaður og sjálfvirk svörun sett upp án vitundar starfsmannsins.

Starfsmaðurinn fékk ekki færi á því að vista og fjarlæga persónulega tölvupósta eftir að hann lauk störfum Nordic Photos/ Getty

Vaka fiskeldiskerfi ehf. gerðust brotleg við persónuverndarlög þegar fjármálastjóri fyrirtækisins fór inn á vinnupóst fyrrum starfsmanns án þess að hann vissi af.

Starfsmanninum var að auki meinaður aðgangur að tölvupóstinum og ekki gefið færi á að vista eða fjarlægja persónulega tölvupósta og önnur skjöl. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar frá 31. maí síðastliðin.

Starfsmaður þarf að samþykkja að tölvupósturinn hans sé notaður eftir að hann lætur af störfum Nordic Photos/ Getty

Persónuvernd barst kvörtun í október 2017, frá starfsmanni sem látið hafði af störfum hjá Vöku fiskeldiskerfum ehf. fyrr um árið. Kvartandi hafi ekki verið boðið að að eyða eða taka afrit af þeim tölvupóstum sem barst á vinnunetfang sitt sem ekki tengdust starfsemi félagsins. Þá hafi fjármálastjóri fyrirtækisins, sem var nánasti yfirmaður kvartanda, fengið aðgang að tölvupóstinum og sett upp sjálfvirka svörun. Þá höfðu nokkrir vinnutengdir tölvupóstar borist í tölvupósthólf kvartanda og þeir opnaðir af fyrirtækinu.

Vaka fiskeldiskerfi ber það fyrir sig að starfsmaðurinn hafi samþykkt skilmála í hvert skipti sem hann skráði sig inn á tölvur eða tölvupóstfang fyrirtækisins þar sem hann samþykkti að fyrirtækið mætti fylgjast með tölvunotkun starfsmannsins. Persónuvernd féllst ekki á það, og var litið til þess að einungis birtist skilmálarnir á skjámynd af fyrirvara, sem var á ensku, og með „OK“ hnappi fyrir neðan. Persónuvernd tali það ekki geta falið í sér samþykki starfsmannsins fyrir notkun tölvupósts síns með þessum hætti að smella einungis á téðan „OK“ hnapp.

Persónuvernd skikkar fyrirtækið til að setja sér verklagsreglur um meðferð tölvupósts starfsmanna á meðan þeir eru í störfum fyrir fyrirtækið og við starfslok.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Húsnæðismál

Segir borgina í forystu í húsnæðismálum

Ferðaþjónusta

Hollensk ferðaskrifstofa býður beint flug norður til Akureyrar

Innlent

Íbúar koma grindverki úti á götu til varnar

Auglýsing

Nýjast

Enn syrtir í álinn hjá Snapchat

Nítján prósent styðja drög May

„Eigna­tjón og til­finninga­tjón sem gleymist seint“

May brýnir klærnar en er í þröngri stöðu

Þurfa ekki að færa bústaðinn og greiða lambs­verð í leigu

Hæstiréttur klofnaði í bótamáli

Auglýsing