Það er yfirleitt góð og gild ástæða fyrir því að vegir eru lokaðir, en það kemur þó ekki alltaf í veg fyrir að ökumenn virði þessar lokanir.
Að minnsta kosti tveir ökumenn skammt frá bænum Tracy í Kaliforníu hafa stórskemmt bíla sína síðustu daga eftir að hafa virt lokanir að vettugi.
Vegurinn hafði farið alveg í sundur vegna flóða og rigninga undanfarnar vikur og höfðu yfirvöld komið fyrir stórum skiltum með blikkandi ljósum þar sem stóð að vegurinn væri lokaður. Þá var búið að koma stórum steypuklumpum fyrir á veginum sem áttu að koma í veg fyrir að ökumenn kæmust fram hjá þeim.
Þótt ótrúlegt megi virðast urðu engin alvarleg slys á ökumönnum þegar þeir óku bifreiðum sínum ofan í holuna.
CBS Sacramento ræddi við íbúa í nágrenninu og segist einn, Bruce Brothers, ekki skilja hvað ökumönnum gengur til. „Fólk er svo heimskt að ég trúi því ekki.“ Lögregla hefur einnig hvatt ökumenn til að virða lokanir til að koma í veg fyrir slys.
Hér að neðan má sjá umfjöllun CBS Sacramento.