Héraðs­dómur Reykja­ness hefur dæmt tvo albanska ríkis­borgara í 30 daga ó­skil­orðs­bundið fangelsi og til greiðslu 200 þúsund króna sektar í ríkis­sjóð. Mennirnir voru á­kærðir fyrir skjala­fals og brot gegn sótt­varnar­lögum.

Mennirnir voru báðir á­kærðir fyrir að fram­vísa fölsuðum slóvenskum vega­bréfum og öku­skír­teinum. Þeir komu til landsins 26. septem­ber síðast­liðinn og í á­kæru kemur fram að þeir hafi van­rækt að mæta í skyldu­bundna síðari skimum vegna CO­VID-19 eftir komu sína til landsins. Þá brutu þeir gegn skyldum ein­stak­linga í sótt­kví meðan á dvöl þeirra stóð á tíma­bilinu 26. septem­ber til 4. októ­ber.

Mennirnir játuðu báðir sök fyrir dómi og var hvor um sig dæmdur í 30 daga ó­skil­orðs­bundið fangelsi og til greiðslu 200 þúsund króna sektar í ríkis­sjóð. Þá var þeim gert að greiða laun verj­enda sinna.