Björgunar­sveitin á Dal­vík var kölluð út um tvö leytið í dag eftir að til­kynning barst Neyðar­línu um slasaða skíða­konu innar­lega í Karls­ár­dal en þetta kemur fram í til­kynningu frá Lands­björg um málið.

Konan reyndist slösuð á fæti eftir að hún hafði dottið á skíðum í dalnum, sem er norðan við Dal­vík, en björgunar­veitar­menn fóru á vél­sleðum á vett­vang og hlúðu þar að henni.

Konan var flutt á vél­sleða að sjúkra­bíl sem var á bíla­stæði í um fjögurra kíló­metra fjar­lægð frá staðnum sem hún slasaðist. Konan hefur nú verið flutt til skoðunar á sjúkra­stofnun.