Kjaramál

Forstöðumenn íhuga málsókn

Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála stofnunar. Fréttablaðið/Vilhelm

Hluti forstöðumanna ríkisstofnana íhugar hvort rétt sé að stefna ríkinu vegna lokalaunaákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja ríkir innan Félags forstöðumanna ríkisins (FFR) að sögn formanns þess.

Í síðustu viku var síðasta launaákvörðun kjararáðs birt en stjórnvaldið var lagt niður um mánaðamótin. Þar voru laun 48 forstöðumanna hækkuð á einu bretti og var vegin meðaltalshækkun tæp ellefu prósent. Menn fengu þó mismikið, sumir tæp tvö prósent en aðrir rúm tuttugu. Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega um allar breytingar þar sem kjararáð hafði í einhverjum tilvikum breytt launum einhverra á síðustu árum án þess að birta ákvörðun sína.

„Við funduðum síðasta mánudag til að fara yfir stöðuna. Það er allstór hópur sem átti erindi hjá ráðinu sem ekki voru afgreidd,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og formaður FFR.

Sjá einnig: Svanasöngur kjararáðsins

Gissur segir nákvæman fjölda óafgreiddra erinda ekki liggja fyrir en þau séu sennilega í kringum tíu. Einhverjum erindum var vísað frá kjararáði en öðrum var hreinlega ekki svarað.

„Það er gífurleg óánægja í hópnum og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma henni frá okkur eða hver tekur við henni eftir að ráðið var lagt niður,“ segir Gissur.

Formaðurinn bendir á að í svanasöng kjararáðs hafi menn hlotið mismunandi afgreiðslu án þess að það hafi verið rökstutt á nokkurn hátt hverju það sætti.

„Við vitum eiginlega ekki hvers konar afgreiðsla þetta var. Við höfum ekkert fengið í hendurnar nema ákvörðunina sem birt var, engan frekari rökstuðning. Einhverjir eru á mörkum þess að vilja stefna ríkinu eða fjármálaráðherra þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig sé best að snúa sér í því. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeðferðarinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita,“ segir Gissur.

Ekki liggur fyrir hvort af málshöfðun verður og þá hvort FFR muni höfða það eða einstaklingar innan félagsins með stuðningi þess.

„Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna og þá sérstaklega meðal þeirra sem enga afgreiðslu fengu eða báru skarðan hlut frá borði. Menn kunna ekki skýringu á þessum vinnubrögðum eða hvað þau eiga að fyrirstilla,“ segir Gissur.

Drög að frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag er nú til kynningar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en það felur í sér að laun embættismanna verði ýmist lögákveðin eða færð undir sérstaka deild fjármálaráðuneytisins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

Beðið eftir útspili stjórnvalda

Kjaramál

Bjóða 20 þúsund króna hækkun á ári

Kjaramál

Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing