Mennta­mála­stofnun hefur sent frá sér til­kynningu vegna um­fjöllunar Frétta­blaðsins um mál­efni stofnunarinnar. Arnór Guð­munds­son, for­stjóri Mennta­mála­stofnunar, undir­ritar yfir­lýsinguna og á­réttar að um tveggja ára skeið hafi hallað á starfs­á­nægju hjá Mennta­mála­stofnun og spili þar inn fjöldi þátta. Hann segir þetta meðal annars hafa komið til vegna þess að mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið hafi ekki markað stofnuninni „al­mennan ramma“. Þá vill Arnór meina að vinnu­brögð mann­auðs­fyrir­tækisins Auðnast hafi ekki verið eins og best er á kosið.

„því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnu­brögð, fram­setning og á­lyktanir Auðnast standist í mörgum at­riðum ekki fag­legar og eðli­legar kröfur um nær­gætni, hóf­semd og stillingu við úr­vinnslu mála af þessum toga,“ skrifar Arnór.

Þá segist hann að lokum binda góðar vonir við að „fljótt megi ráða bót á þeim vanda­málum sem uppi eru í nánu sam­starfi við starfs­fólk.“

Yfir­lýsinguna má lesa í heild hér að neðan:

Fréttin var uppfærð kl. 14:07.

„Mennta­mála­stofnun telur rétt að fram komi að um tveggja ára skeið hefur hallað á starfs­á­nægju hjá Mennta­mála­stofnun og spilar þar inn í fjöldi þátta. Þannig hefur mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið t.d. ekki sett reglur sem lög mæla fyrir um og eiga að marka störfum stofnunarinnar al­mennan ramma. Stofnunin þarf að starfa innan ramma þröngra fjár­heimilda. Þá hefur upp­lýsinga­gjöf ráðu­neytis varðandi fram­hald tíma­bundinna verk­efna skapað um­tals­verðar á­skoranir fyrir stofnunina. Hefur þetta á­samt yfir­standandi heims­far­aldi og öðrum á­stæðum, sem ó­þarfi er að rekja hér, reynst krefjandi fyrir stjórn­endur og starfs­fólk stofnunarinnar.

Stofnunin vinnur að því hörðum höndum að bæta stjórnar­hætti, starfs­anda, og leið­rétta það sem af­laga hefur farið innan þeirra marka sem fjár­lög og starfs­heimildir setja. Stofnunin mun að sjálf­sögðu taka sann­gjarnt til­lit til við­horfa starfs­manna í þessum efnum og leggur á­herslu á að endur­vinna góðan árangur sem áður hafði náðst við að bæta starfs­anda hjá stofnuninni og fyrri árangurs­mælingar hafa sýnt fram á.
Vegna um­fjöllunar í fjöl­miðlum um á­hættu­mat Auðnast á starfs­um­hverfi Mennta­mála­stofnunar skal á­réttað að því miður virðist við fyrstu sýn sem vinnu­brögð, fram­setning og á­lyktanir Auðnast standist í mörgum at­riðum ekki fag­legar og eðli­legar kröfur um nær­gætni, hóf­semd og stillingu við úr­vinnslu mála af þessum toga. Loks skal á­réttað að góðar vonir eru um að fljótt megi ráða bót á þeim vanda­málum sem uppi eru í nánu sam­starfi við starfs­fólk.

Arnór Guð­munds­son, for­stjóri Mennta­mála­stofnunar.“