Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, og Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður hans, eru komin í sóttkví.

Mbl.is greinir frá þessu að segir að alls 150 starfs­menn Landspít­al­ans séu nú komnir í sótt­kví og að búið sé að greina fjórtán COVID-19 smit meðal starfsmanna.

Páll og Anna fóru í sýnatöku í gær og hófu sóttkví þegar neikvæð niðurstaða úr þeim lá fyrir. Fjöldi starfsmanna á spítalanum hafa verið skimaðir fyrir COVID-19 eftir að þriðja bylgjan hófst.

Bílaröð var við Landspítalann í Fossvogi í gær.
Fréttablaðið/Garðar

Á fundi viðbragðsstjórnar og farsóttarnefndar Landspítalans í gær var ákveðið að færa spítalann af óvissustigi yfir á hættustig í samræmi við viðbragðsáætlun Landspítala. Þá höfðu tvö smit komið upp meðal starfsmanna.

Langar raðir mynduðust við Landspítalann í Fossvogi seinni partinn í gær þar sem sýnataka fór fram.

Sagði Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, að þar væri bæði verið skima starfsmenn spítalans og einstaklinga sem kallaðir voru til sýnatöku vegna einkenna.

Fréttin hefur verið uppfærð.