Forstjóri HS Orku, Tómas Már Sigurðsson, telur nauðsynlegt að ráðist verði í að byggja fleiri virkjanir á næstu árum vegna aukinnar eftirspurnar sem rekja má til rafbíla og umhverfisvænum iðnaði.

Þetta kemur fram á forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag.

Þar segir hann meðal annars að mögulega verði hægt að nýta eldgosasvæðið í Geldingadölum í framtíðinni sem orkulind enda hugsanlegt að þar verði jarðhitasvæði.

Þá talar Tómas um mikilvægi þess að leggja aðra Suðurnesjalínu til að koma í veg fyrir að það slái út á svæðinu.