Yfirkjörstjórn í Wisconsin staðfesti í gær sigur Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum þann 3. Nóvember síðastliðinn. Donald Trump fór fram á endurtalningu í ríkinu eftir að hafa tapað með um 20 þúsund atkvæðum.
Trump bar sigur af hólmi í ríkinu í forsetakosningunum árið 2016 og krafðist því að atkvæði yrðu talin á ný í tveimur fjölmennustu kjördæmum ríkisins, Milwaukee og Dane County.
Þegar öll 800 þúsund atkvæðin sem greidd voru í kjördæmunum höfðu verið talin var niðurstaðan sú að forskot Bidens jókst um 87 atkvæði.
400 milljónir fyrir 87 atkvæði
Samkvæmt lögum Wisconsin er það skilda þess sem fer fram á endurtalningu að borga fyrir ómakið. Reikningurinn sem Trump sat uppi með eftir þessa niðurstöðu hljóðaði upp á þrjár milljónir Bandaríkjadala, eða um 400 milljónir íslenskra króna.
The Wisconsin recount is not about finding mistakes in the count, it is about finding people who have voted illegally, and that case will be brought after the recount is over, on Monday or Tuesday. We have found many illegal votes. Stay tuned!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 28, 2020
Trump hafði svarið þess eið að véfengja niðurstöðu endurtalningarinnar fyrir dómi áður en niðurstöður lágu fyrir.
„Endurtalningin í Wisconsin snýst ekki um að finna mistök við talningu, hún snýst um að finna fólk sem hefur kosið ólöglega, og það mál verður höfðað eftir að endurtalningunni lýkur, á mánudag eða þriðjudag,“ skrifaði Trump á Twitter um helgina. „Við höfum fundið mörg ólögleg atkvæði.“
Forsetinn viðheldur þeirri orðræðu á Twitter að forsetakosningarnar hafi ekki farið fram með löglegum hætti og að kosningasvindl sé eina útskýring þess að hann hafi ekki sigrað.
“Democrats suffered crushing down-ballot loss across America.” @nytimes. This is true. All statehouses won, and in Washington we did great. So I led this great charge, and I’m the only one that lost? No, it doesn’t work that way. This was a massive fraud, a RIGGED ELECTION!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 30, 2020