For­seti Ís­lands sendir hlýjar kveðjur á Seyðis­fjörð og Eski­fjörð fyrr í kvöld. Hann þakkaði björgunar­aðilum á vett­vangi og minnti á mikil­vægi björgunar­sveita í sam­fé­laginu okkar.

„Skriður eftir steypi­regn austan­lands hafa valdið stór­skemmdum á Seyðis­firði. Þar ríkir neyðar­á­stand og í­búar hafa neyðst til að hverfa á brott. Þá hefur hættu­stigi verið lýst yfir á Eski­firði,“ sagði for­setinn í kveðju sinni.

Hann sagði að Héraðs­búar og aðrir Aust­firðingar hafi boðið Seyð­firðingum húsa­skjól. Björgunar­sveitir, lög­regla og aðrir sem sinna al­manna­vörnum hafi stýrt að­gerðum af fum­leysi og fag­mennsku og að við stöndum öll núna saman, hugsum hlýtt til sam­landa okkar sem lent hafa í hinum miklu hremmingum og bjóðum þá að­stoð sem að gagni kemur

„Ég sendi hlýjar kveðjur til Seyð­firðinga og Esk­firðinga. Miklar þakkir færi ég líka þeim sem vinna á vett­vangi. Á stundum sem þessum megum við muna eftir mikil­vægi björgunar­sveitanna í okkar sam­fé­lagi.

Úr­hellinu slotar senn. Þá verður hafist handa við hreinsunar­starf. Svo hefst upp­byggingin. Í henni stöndum við líka saman,“ sagði for­setinn.

Kveðjuna er hægt að sjá hér að neðan.

Kæru landsmenn. Skriður eftir steypiregn austanlands hafa valdið stórskemmdum á Seyðisfirði. Þar ríkir neyðarástand og...

Posted by Forseti Íslands on Friday, 18 December 2020

Eliza Reid, forsetafrú, sendir einnig hlýjar kveðjur austur á firði og segist hugsa hlýtt til fólks þar eftir hremmingar síðustu daga. Hún deilir mynd frá Seyðisfirði sem hún tók í sumar þegar fjölskyldan var þar í heimsókn.

Í kvöld hugsa ég hlýtt til allra íbúa Seyðisfjarðar, eftir allar hremmingarnar þar. Og nú ríkir líka...

Posted by Eliza Reid on Friday, 18 December 2020