Guðni Th. Jóhannes­son for­seti Ís­lands hefur sent sam­úðar­kveðju til Gríms­eyinga vegna bruna Mið­garða­kirkju í nótt. Eldur kom upp í kirkjunni laust fyrir mið­nætti, lík­lega út frá raf­magni, og var engum verð­mætum hægt að bjarga úr henni.

For­setinn segir mikinn skaða hafa orðið af brunanum en þakka megi fyrir að mann­tjón hafi ekki orðið. Hann vonast til að geta sótt eyjuna heim við tæki­færi.

„Í kveðju til Karenar Nóttar Hall­dórs­dóttur, formanns hverfis­ráðs Gríms­eyjar, nefndi ég að fal­legir munir hafi glatast að ei­lífu en byggingar sé hægt að endur­reisa ef vilji er fyrir hendi. Þá minnti ég á að um þessar mundir munu vera um níu aldir frá því að Jón biskup Ögmunds­son vígði kirkju í Gríms­ey,“ skrifar for­setinn á Face­book.

„Þraut­seigju hefur ætíð verið þörf á þessari nyrst byggð landsins, brot­hættri byggð eins staðan er um þessar mundir. Ég í­treka góðar óskir til Gríms­eyinga og vonast til að geta sótt þá heim við hentug­leika.“