Hannes Sigur­björn Jóns­son, faðir og for­maður Körfu­knatt­leiks­sam­bands Ís­lands, opnaði sig í gær á Face­book-síðu sinni og síðar um daginn á vef Vísis um ein­elti sem sonur hans, Jón Gautur Hannes­son, hefur orðið fyrir frá tíu ára aldri og til dagsins í dag.

Hannes hefur frá því að hann birti greinina tekið á móti ótal sím­tölum og skila­boðum, og öll fjöl­skyldan í raun. Hann segir að fjöl­skyldunni hafi ekki órað fyrir þessum við­brögðum. Hann segir að þau vonist til þess að með því að opna sig sé um­ræðan opnuð og það sé hægt að halda henni gangandi.

„Við­brögðin hafa verið ó­trú­leg. Ekki bara í gær, heldur í dag líka. Ég bjóst alveg við ein­hverjum við­brögðum, en ekki þessu. Það er ekki bara ég, heldur öll fjöl­skyldan. Þetta virðist hafa opnað fyrir um­ræðu sem er svo þarft að taka, en er erfitt að taka,“ segir Hannes.

Hann segir að sím­tölin sem hafa borist og skila­boðin séu í raun frá allri flóru Ís­lands, en að þar á meðal hafi einnig verið helstu ráða­menn eins og Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands, og ráð­herrar, fólk í í­þrótta­hreyfingunni, tón­listar­fólk og svo fólk sem hann, eða fjöl­skyldan, þekkir ekki neitt en fann sig knúið til að senda þeim skila­boð.

„Það segir okkur hvað það er mikil­vægt að opna á þetta. Of­beldi á ekki að líða, sama í hvaða mynd það er, og þetta talar inn á þessa hugar­fars­breytingu í sam­fé­laginu okkar um að opna um­ræðuna um allar birtingar­myndir of­beldis, sama hver hún er,“ segir Hannes.

Hannes er formaður Körfuknattleikssambands Íslands og segir að í starfi sínu, sem og persónulega lífi, leggi hann mikla áherslu á að koma vel fram við alla.
Fréttablaðið/Vilhelm

Jón Gautur vill koma í veg fyrir frekara ofbeldi

Hann segir að Jón Gautur, sonur hans, hafi lengi talað um að taka málið lengra og ræða ein­eltið opin­skátt við fleiri.

„Hann hefur alltaf sagt að það eigi enginn að lenda í svona. Þetta á ekki að vera svona og hann hefur lengi viljað ýta við ein­hverju,“ segir Hannes.

Hann segir að ein­elti sé auð­vitað ekkert annað en of­beldi og að reynsla sonar hans af því hafi verið bæði líkam­leg og and­leg en að það sem hafi oft verið verst hafi verið út­skúfunin sem fylgdi ein­eltinu.

Það myndast ein­hver menning þegar það er komið „leyfi“ innan hópsins fyrir því að níðast á ein­hverjum og þegar þú heyrir oftar en einu sinni eða tvisvar að þú sért „lé­legur“ eða „heimskur“ þá ferðu auð­vitað að trúa því

Nýr umsjónarkennari tók á málinu

Hann segir að hann sé svo stoltur af syni sínu, hvernig hann tókst á við ein­eltið, en hann eins og margir aðrir sem lenda í of­beldi, leyndi því fyrir sínum nánustu og gerði lítið úr því.

„Nánast allan 8. og 9. bekk var honum varla heilsað á fé­lögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður , hann var ekki til,“ segir Hannes í pistlinum.

Þar kemur fram að það hafi ekki verið þar til í 10. bekk að tekið var al­menni­lega á ein­eltinu en þá hafi komið nýr um­sjónar­kennari sem vann með fjöl­skyldunni að því að upp­ræta þetta. Hannes segir að á þessum tíma hafi á­standið samt verið orðið það slæmt að hann og kona hans, Berg­þóra, hafi talið einu leiðina út úr að­stæðunum að tala við for­eldra hinna barnanna, og það gerðu þau og fluttu þeim skila­boð frá syni sínum.

„Hann bað okkur um að fara með skila­boð inná fundinn og ég gleymi þessum skila­boðum aldrei. Skila­boðin voru þessi: „Pabbi og mamma viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vit­laus eða heimskur“. Hann var sko al­deilis búin að fá heyra þessi orð um sig í nokkur ár,“ segir Hannes í pistlinum og að þau hafi á fundi með hinum for­eldrunum bók­staf­lega grát­beðið hina for­eldrana að tala við börnin sín og fá þau í lið með sér.

„Ein­hverjir tóku þetta til sín og ræddu við börnin sem við erum og munum alltaf vera þakk­lát fyrir. Við náðum að fá hluta af for­eldrunum og þá um leið krökkunum með okkur í setja plástur sárið. Sonur okkar út­skrifaðist úr grunn­skóla og veru hans í þessum skóla með nokkrar góðar minningar, ekki bara vondar, var stór sigur,“ segir Hannes í pistlinum.

„En hann missti ekki nema svona tvo daga úr skóla á hverju skóla­ári. Hann mætti alltaf á réttum tíma, tók þátt sam­visku­lega og það er ó­trú­legt hug­rekki sem hann sýndi, auk þess sem hann vildi ræða þessa hluti opin­skátt,“ segir Hannes.

Fjölskyldan saman
Mynd/Aðsend

Missti af mörgu

Hann segir að syni hans hafi verið títt­rætt um fé­lags­legan þroska sem að honum finnist hann hafa misst úr vegna ein­eltisins.

„Hann segir það sjálfur að hann fékk aldrei það tæki­færi að „hanga með fé­lögunum“,“ segir Hannes en að það hafi lík­lega bjargað honum að hafa verið í í­þrótta­starfi frá fjögurra ára aldri en tekur þó fram að þar hafi verið níðst á honum bæði and­lega og líkam­lega.

„Það myndast ein­hver menning þegar það er komið „leyfi“ innan hópsins fyrir því að níðast á ein­hverjum og þegar þú heyrir oftar en einu sinni eða tvisvar að þú sért „lé­legur“ eða „heimskur“ þá ferðu auð­vitað að trúa því,“ segir Hannes.

Spurður hvort að sonur hans hafi ekki fengið mörg sím­töl og skila­boð eftir að pistillinn birtist segir hann að það hafi fjöldi full­orðinna haft sam­band við hann en að enginn sem tengist málinu beint hafi haft samband. Gerendur í málinu séu mörg orðin 18 eða 19 ára og því ekki lengur börn.

Við erum svo dug­leg að tala illa um hvort annað og það skilar sér niður í börnin okkar

Vilja að foreldrar ræði við börn sín

Hann segir að þeirra eina ósk sé að sam­talið og um­ræðan haldi á­fram og að henni ljúki ekki með um­fjöllun um þennan pistil. Hann segir mikil­vægt að muna að ein­elti þrífst ekki að­eins á meðal barna, það gerir það líka meðal full­orðinna, á vinnu­stöðum og hvar sem er, og að full­orðnir séu fyrir­myndir barna.

„Ég hef mikið rætt þetta á mínu heimili og aðra for­eldra, bæði per­sónu­lega, en líka sem for­maður Körfu­knatt­leiks­sam­bandsins, að við erum öll fyrir­myndir. Þegar fólk leyfir sér að kalla ljót orð að börnum eða öðrum full­orðnum þá sýnir það for­dæmi,“ segir Hannes og að fólk eigi að gæta þess al­mennt hvernig það talar um annað fólk.

„Við erum svo dug­leg að tala illa um hvort annað og það skilar sér niður í börnin okkar.“

Hannes segir að sumir sem hafi haft sam­band hafi viðrar á­hyggjur sínar af því að tala svona um bæjar­fé­lagið, sem er Akra­nes, eða skóla sonar hans en hann telur að það sé ekki rétt að hafa á­hyggjur af því. Um­ræðan sé í gangi og sé þörf.

„Þetta hefur ekkert með skóla eða bæjar­fé­lagið að gera hvar ein­elti er að gerast. Þeir sem stýra mál­efnum skóla á Akra­nesi eða þeir sem stýra kaup­staðnum mega ekki fara í vörn með þetta. Þeir eiga að taka þetta upp og nýta sér að það sem kominn fram ein­stak­lingur sem er til í að ræða þetta opin­skátt. Það er langt frá því að vera auð­velt að gera þetta,“ segir Hannes og í­trekar allt það ferli sem hann og konan hans hafa gengið í gegnum með skólanum og öðrum for­eldrum og hversu mikið það hefur tekið á alla fjöl­skylduna.

Hann segir að þau hafi þó alltaf gert það því þau hafi haft á­hyggjur af af­leiðingum ein­eltisins fyrir son sinn því að það hafi sýnt sig að ein­staklingar í svo við­kvæmri stöðu eru í meiri hættu fyrir mis­notkun og öðrum á­hættu­þáttum og að þau hafi viljað koma í veg fyrir það.

Hannes segir að það sé hans von, og fjöl­skyldu hans, að hvert for­eldri ræði við börn sín um al­var­leika ein­eltis og annars konar of­beldis.

„Allt sem er of­beldi, það viljum við ekki líða í okkar sam­fé­lagi og það viljum við þurrka út úr okkar sam­fé­lagi. Þess vegna er það mín ein­læga von að hvert og eitt for­eldri ræði við börnin sín að ef þau eru vör við ein­elti að láta vita og taka utan um við­komandi og ef það er að leggja í ein­elti að hætta því, sama á hvaða aldri fólk er, þá getur það beðist af­sökunar og viður­kennt mis­tök. Við berum engan kala til eins né neins og það er ekkert okkar að reyna að finna söku­dólga. Við viljum að ein­elti minnki og að hugsan­lega, í okkar villtustu draumum, nánast hverfi úr okkar sam­fé­lagi,“ segir Hannes að lokum.