Ólafur Ís­leifs­son, þing­maður Mið­flokksins, segir að at­beini Guðna Th. Jóhannes­sonar, for­seta Ís­lands, sé nauð­syn­legur þegar kemur að hinum svo­kallaða þriðja orku­pakka.

Í grein sem Ólafur skrifar í Morgun­blaðið í dag segir hann að málið liggi að stærstum hluta fyrir sem þings­á­lyktunar­til­laga um að til­­­tekn­ar Evr­ópu­­reglu­­gerðir fái laga­­gildi.

„Al­­menn­ar þings­á­lykt­an­ir koma ekki til kasta for­­seta. Hér ræðir um þings­á­lykt­un um að taka upp í lands­rétt til­­­tekn­ar Evr­ópu­regl­ur. Þegar þannig stend­ur á er þings­á­lykt­un lögð fyr­ir for­­seta,“ skrifar Ólafur.

Mörgum spurningum sé ó­svarað um orku­pakkann. „Ó­ljóst er um þjóð­rétt­ar­­legt gildi laga­­lega fyr­ir­var­ans. Hverj­ar yrðu varn­ir Ís­lands í samn­ings­brota- og skaða­bóta­­mál­um? Hvaða fjár­hæðir gætu fallið á rík­is­­sjóð sem skaða­bæt­ur? Rek­ast á­kvæði í fjórða orku­pakk­an­um á stjórn­ar­­skrá?“ spyr Ólafur.

Hann segir að með sam­þykki Al­þingis á þings­á­lyktunar­til­lögu utan­ríkis­ráð­herra um inn­leiðingu til­skipunarinnar muni orku­pakkinn í heild fara um hendur for­seta Ís­lands. Vísar hann í þeim efnum til 26. greinar stjórnar­skrárinnar um mál­skots­rétt for­setans.

„Þings­á­lykt­un­in fel­ur í sér sam­þykki Al­þing­is fyr­ir að veita til­­­tekn­um Evr­ópu­regl­um laga­­gildi. Nær­tækt er að líta þannig á að 26. grein­in eigi eins við í þessu til­­­felli. Sam­­kvæmt því er á valdi for­­seta að leggja orku­pakk­ann í dóm þjóðar­inn­ar.“

Þá segir Ólafur að for­seti Ís­lands hafi gert sér­­s­taka könn­un á máls­með­ferð áður en hann und­ir­­ritaði skip­un 15 dóm­ara við Lands­rétt. „Hann hlýt­ur að gaum­­gæfa und­ir­­rit­un sína fari svo að orku­pakk­inn verði sam­þykkt­ur á Al­þingi,“ segir hann að lokum.

Flokkur fólksins hefur einnig lýst því yfir að hann vilji að þriðja orkupakkanum verði vísað til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.