Voldymyr Zelensky forseti Úkraínu segir að ekkert sé til sem kallast minniháttar innrás. Hann svarar ummælum sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lét falla á blaðamannafundi á dögunum um stöðuna við landamæri Rússlands og Úkraínu.
Tugir þúsunda rússneska hermanna hafa tekið sér stöðu við landamæri Úkraínu en Rússland hefur hingað til neitað að áform séu uppi um að ráðast aftur inn í landið. Rússar hafa hins vegar hótað ótilgreindum aðgerðum fái Úkraína inngöngu í NATO.

Joe Biden sagði á blaðamannafundi í gær að NATO þjóðirnar væru eflaust ekki allar sammála um viðeigandi viðbrögð við „minniháttar innrás“.
Zelensky svarar forsetanum á Twitter: „Ég vil minna heimsveldin á að það er ekkert sem kallast minniháttar innrás eða litlar þjóðir. Rétt eins og það er ekki til minniháttar mannfall eða lítil sorg þegar ástvinir okkar deyja.“
We want to remind the great powers that there are no minor incursions and small nations. Just as there are no minor casualties and little grief from the loss of loved ones. I say this as the President of a great power 🇺🇦
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) January 20, 2022
Hætta á stríði ekki meiri í þrjátíu ár
Friðarviðræður sem áttu sér stað í síðustu viku í Genf, Vín og Brussel náðu ekki tilætluðum árangri. .
Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur fundað um öryggiskröfur Rússa og ákvörðun rússnesku ríkisstjórnarinnar um að senda fjölda hermanna og vopn að landamærum Úkraínu.
Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, hafði orð á því að ástandið væri afar óstöðugt og sagði að hættan á stríði hefði ekki verið meiri í þrjátíu ár.