I­d­riss Deby, sem gegnt hef­­ur em­b­ætt­­i for­­set­­a Afrík­­u­­rík­­is­­ins Tsjad í 30 ár, féll um helg­­in­­a í á­t­ök­­um við upp­­reisn­­ar­­menn í norð­­ur­hl­ut­­a lands­­ins. Frá þess­­u greind­­i her lands­­ins í yf­­ir­­lýs­­ing­­u á rík­­is­­sjón­­varps­­stöð Tsjad. Hann var 68 ára að aldr­i.

Deby fór um helg­­in­­a og heim­­sótt­­i her­­menn sem berj­­ast gegn upp­­reisn­­ar­­mönn­­um sem eiga bæk­­i­­stöðv­­ar sín­­ar í Líb­­í­­u, skammt við land­­a­­mær­­in að Tsjad. Svo virð­­ist sem hann hafi fall­­ið í árás upp­reisn­ar­mann­a er heim­­sókn­­in fór fram.

Fyr­ir skömm­u voru haldn­ar for­set­a­kosn­ing­ar í land­in­u og sam­kvæmt bráð­a­birgð­a­úr­slit­um var Deby sig­ur­veg­ar­inn með um 80 prós­ent at­kvæð­a. Það hefð­i ver­ið sjött­a kjör­tím­a­bil hans í em­bætt­i. Hann komst til vald­a árið 1990 í vopn­aðr­i bylt­ing­u.

Stjórn Tsjad og þing hef­ur ver­ið leyst frá völd­um og mun her­ráð fara með stjórn rík­is­ins næst­u 18 mán­uð­i.

Tal­ið er að upp­reisn­ar­menn úr röð­um sam­tak­a sem kall­a sig Fact, the Front for Change and Concord in Chad, hafi ráð­ið for­set­an­um bana. Þau hafa það að mark­mið­i að steyp­a Deby og stjórn hans af stól­i. Þau hafa gert á­rás­ir yfir land­a­mær­in frá bæk­i­stöðv­um sín­um í Líb­ý­u og hef­ur her Tsjad átt í full­u fang­i með að verj­ast þeim.

Fréttin hefur verið uppfærð.