Tsai Ing-wen, forseti Taívan, heimsótti í dag taívanska herstöð á Penghu-eyju í um 180 kílómetra fjarlægð frá kínverska meginlandinu.
Á gamlársdag mun forsetinn boða til þjóðaröryggisráðsfundar en mikil spenna hefur ríkt á milli Tævan og kínverska meginlandsins undanfarið.

Taívan býr yfir rúmlega 180 þúsund manna herliði.
EPA
Forsetinn fylgdist með heræfingum og sat meðal annars fyrir myndum með hermönnum eyjunnar með krepptan hnefa á lofti.
Tsai hefur áréttað að Taívanir hafi engan áhuga á að tilheyra Kína og hefur unnið hörðum höndum að því að efla varnir eyjunnar.
On Taiwan’s outlying island of Penghu — just over 100km from China — soldiers train in front president Tsai Ing-wen. pic.twitter.com/JkMX488pBi
— Rik Glauert (@RikGlauert) December 30, 2022