Tsai Ing-wen, for­seti Taí­van, heim­sótti í dag taí­vanska her­stöð á Peng­hu-eyju í um 180 kíló­metra fjar­lægð frá kín­verska megin­landinu.

Á gaml­árs­dag mun for­setinn boða til þjóðar­öryggis­ráðs­fundar en mikil spenna hefur ríkt á milli Tævan og kín­verska megin­landsins undan­farið.

Taívan býr yfir rúmlega 180 þúsund manna herliði.
EPA

For­setinn fylgdist með her­æfingum og sat meðal annars fyrir myndum með her­mönnum eyjunnar með krepptan hnefa á lofti.

Tsai hefur á­réttað að Taí­vanir hafi engan á­huga á að til­heyra Kína og hefur unnið hörðum höndum að því að efla varnir eyjunnar.