Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti í annað sinn í dag, en samkvæmt stjórnarskrá hefst kjörtímabil forseta 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum.

Athöfnin fer fram á Alþingi venju samkvæmt, en verður minni í sniðum að þessu sinni en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana.

Þess er einnig minnst í dag að 40 ár eru liðin frá því að frú Vigdís Finnbogadóttir var sett í embætti í fyrsta sinn árið 1980.