Talsverður stormur hefur meðal íslenskra handboltaáhugamanna þar sem spjótum hefur verið beint að dönskum handboltamönnum og jafnvel Dönum í heild. Sumt af því sem fólk er að segja er miður fallegt í garð Dana og jafnvel ógeðfellt.

Forsetinnn telur að orku Íslendinga gæti verið betur varið heldur en raunin hefur verið.

„Ég er miklu frekar stoltur yfir frábæru gengi strákanna okkar, hef sent þeim hlýjar kveðjur og strauma og ætla að halda því áfram. Það er ekkert vit í að eyða orku manns í neikvæðni og nöldur,“ segir Guðni sem hefur sýnt stuðning sinn við íslenska handboltlandsliðið í bæði orði og verki, bendir á að hægt sé að fara of geyst í orðræðunni.