Hage Gein­gob, for­seti Namibíu, segir fjöl­miðla innan­lands sem og er­lendis ráðast að Namibíu­mönnum og ráðandi stjórn­mála­flokki landsins, með því að svipta einungis hulunni af þeim sem tóku við mútu­greiðslum vegna Sam­herja­málsins svo­kallaða. Lítið sé talað um þá sem greiddu múturnar, að því er haft er eftir for­setanum í tístum miðilsins The Namibian.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá vill namibíska spillingar­lög­reglan ná tali af eig­endum Sam­herja á næstunni í tengslum við rann­sókn málsins. Hún segist jafn­framt treysta á að­stoð ís­lenskra yfir­valda en Bern­hard Esau. fyrr­verandi sjávar­út­vegs­ráð­herra, var hand­tekinn í dag.

„Þeir tala um að fólk sé spillt, en þau tala ekki um þá sem spilla. Hvaðan kemur peningurinn?“ er haft eftir Gein­gob í einu tístanna hjá The Namibian. Segir hann að Ís­lendingar ættu að rann­saka spillingu í sínu eigin landi einnig.

Haft hefur verið eftir Paulus Noa, fram­­kvæmda­­stjóra ACC, að þriggja sé leitað í tengslum við rann­sókn málsins. Það sé Shang­hala, James Hatuiku­lipi, fyrr­verandi stjórnar­­for­­maður namibísku ríkis­út­­gerðarinnar Fishcor auk frænda hans, Tam­­son fitty Hatuiku­lipi, sem einnig er tengda­­sonur sjávar­­út­vegs­ráð­herrans fyrr­verandi.