Sendiráð Kína í Evrópu vekur athygli á því á Twitter í dag að það séu fimmtíu ár í dag frá því að stjórnmálsamband Íslands og Kína hófst.

Í tilefni þess hafi forseti Kína, Xi Jinping sent Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, skilaboð.

Í skilaboðunum lagði Xi Jinping til að samband landanna yrði styrkt á grundvelli virðingar og same iginlegra hagsmuna.

Þá hafi hann lagt til að rætt yrði hvernig stjórnmálasamband þjóðanna gæti hagnast báðum aðilum.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.