Guðna Th. Jóhannes­son, for­seta Ís­lands, var tíð­rætt um horfur í heims­málunum í setningar­ræðu sinni á Al­þingi fyrr í dag. „Nú virðast þeir tímar reyndar runnir upp að land okkar sé að margra mati í þjóð­braut á ný. Þá ríður á að greina milli var­kárni og tor­tryggni, standa fast á sínu en óttast ekki um­heiminn.“

Þá óskaði for­setinn jafn­framt þing­mönnum vel­farnaðar í starfi og sagðist vona að stór­hugur ríkti á þinginu. „ Megi ykkur auðnast að sýna sann­girni, hátt­vísi og lipurð í mann­legum sam­skiptum, virða ó­líkar skoðanir og sjónar­mið en standa líka fast á eigin sann­færingu og halda fram eigin mál­stað, í þjóðar­þágu.“

Guðni sagði jafn­framt að eflauts yrði tekist á í þessum sal. Það yrðu þó engin tíðindi, til þess sé salurinn gerður. „Á­greiningur ein­kennir öflugt þing og öflugt sam­fé­lag, bann við honum er hald­reipi hinna þröng­sýnu og kúgunar­tól harð­stjóranna.“

Hug­rekki ekki að hlusta á þá sem hafi hæst

Þá tók for­setinn fram að bjart­sýni ríki í öflugu sam­fé­lagi, ekki biturð og beiskja, ó­lund eða ótti.

„Á­föll geta dunið yfir að ó­vörum, það þekkjum við Ís­lendingar af langri reynslu í ná­vígi við náttúru­öflin. Við verjum okkar hag og höldum á­fram að láta rödd okkar heyrast á al­þjóða­vett­vangi, rödd friðar og frelsis, fram­fara og jafn­réttis. En við stjórnum ekki gangi heims­mála, á­kvarðanir ytra hafa ætíð haft á­hrif hér og munu gera það á­fram.“

Þá spurði Guðni hvort að við ættum ekki að vera bjart­sýn þrátt fyrir allt og vera hug­rökk. „Og hug­rekki, hvað er það í þessum sal, hvað er það á
vett­vangi þjóð­málanna? Það er í það minnsta ekki hug­rekki ef fólk bugtar sig og
beygir fyrir þeim sem hafa hæst, þeim sem láta for­mælingar fjúka í stað raka og
skyn­samra skoðana­skipta.“

Þá tók Guðni fram að lýð­ræðis­hefð sé best varin með rök­ræðu og hlustun og endur­mati, ekki yfir­gangi, þótta og skoðana­hroka. Vitnaði hann í Sjálf­stætt fólk og rifjaði upp per­sónuna Bjart í Sumar­húsum.

„Við getum dáðst að Bjarti í Sumar­húsum, þraut­seigju hans og frelsis­leit. Um leið má samt setja út á þrá­kelkni hans og eigin­girni, skap­bresti sem leiddu hörmungar yfir aðra. Þetta er úr skáld­skap en raun­heimar geyma svipaðan lær­dóm um margar hliðar einnar sögu.“