For­seti Evrópu­þingsins, David Sassoli, lést í morgun, þriðju­dag, 65 ára að aldri á spítala á Ítalíu. Sassoli lagðist inn á spítala í síðustu viku vegna veikinda tengdum ó­næmis­kerfi hans. Hann veiktist í septem­ber á síðasta ári en fékk þá slæmt til­felli af lungna­bólgu. Hann sagði fylgj­endum sínum á sam­fé­lags­miðlum eftir það að hann hefði upp­lifað bak­slag á meðan hann var að jafna sig á Ítalíu.

Fram kemur í frétt BBC um and­látið að í októ­ber­mánuði á síðasta ári hafi Sassoli sinnt fjar­vinnu vegna veikinda sinna en að í nóvember hafi hann farið aftur til form­legra starfa. En svo á annan í jólum var hann lagður aftur inn á spítala vegna veikinda tengt lungna­bólgunni.

Þegar hafði verið á­formað að kjósa um stað­gengil hans í næsta mánuði en Sassoli hafði þegar gefið til kynna að hann ætlaði ekki fram aftur til for­seta þingsins. Hann hafði setið sem for­seti síðan í júlí árið 2019 og var annar Ítalinn til að vera for­seti þingsins síðan al­menn kosning var um em­bættið. Um er að ræða það sem er talið eitt mikil­vægasta starf sam­bandsins en meðal verk­efna er vera með yfir­sýn á verk­efni þingsins og að stýra nefndar­fundum.

Áður en Sassoli starfaði fyrir Evrópu­þingið var hann sjón­varps­frétta­maður á Ítalíu. Hann hafði verið í blaða­mennsku í þrjá ára­tugi þegar hann fór í pólitík árið 2009.

Fjöl­margir hafa minnst hans á sam­fé­lags­miðlum eftir að til­kynnt var um and­lát hans.

Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins, sagði á Twitter að fallinn væri frá stór­merki­legur Evrópu­búi og stoltur Ítali.