Jair Bol­sonaro, for­seti Brasilíu, á von á niður­stöðum úr sýna­tökum vegna CO­VID-19 í dag. Að því er fram kemur í frétt Bloom­berg hefur Bol­sonaro sýnt ein­kenni CO­VID-19 en tals­maður for­setans segir að hann sé við á­gæta heilsu.

Í frétt Bloom­berg kemur fram að Bol­sonaro hafi verið með hósta og lítils­háttar hita að undan­förnu. AP segir frá því að for­setinn hafi farið í lungna­mynda­töku í gær og allt hafi litið vel út. Hann fór í sýna­töku í gær­kvöldi og á von á niður­stöðum úr henni í dag.

Þá hefur Bol­sonaro tekið inn malaríu­lyfið lyfið hydr­oxychlor­oqu­ine en mjög skiptar skoðanir eru um gagn­semi þess.

Brasilía er það land á eftir Banda­ríkjunum þar sem flest CO­VID-19 smit hafa greinst. Rúm­lega 1,6 milljónir manna hafa smitast í landinu og rúm­lega 65 þúsund manns hafa látist. Bol­sonaro hefur sjálfur legið undir gagn­rýni fyrir að tala niður al­var­leika far­aldursins. Þá hefur hann sést meðal stuðnings­manna sinna án þess að hafa grímu fyrir and­litinu.