Evo Mor­a­les, for­seti Bólivíu, sagði af sér sem for­seti landsins nú í kvöld eftir að al­þjóð­legir eftir­lits­aðilar komust að því að al­var­legir á­gallar hefðu orðið á fram­kvæmdum kosninga sem fóru fram í síðasta mánuði þar sem Mor­a­les lýsti yfir sigri. CNN greinir frá.

Mikil mót­mæli hafa verið í landinu undan­farnar vikur og for­setinn sakaður um að hafa hag­rætt úr­slitunum sér í hag. Mor­a­les hefur verið einna lengst við völd af öllum leið­togum í Suður-Ameríku en hann var fyrst kosinn for­seti árið 2006.

Í yfir­lýsingu sagðist Mor­a­les segja af sér „fyrir hag landsins“ en kosningarnar fóru fram þann 20. októ­ber síðast­liðinn og mót­mæli farið fram í landinu síðan þá. Þrír hafa látist í mótmælunum og hundruð slasast.

Mor­a­les sagði af sér einungis ör­fáum klukku­stundum eftir að hann hafði lofað því að nýjar kosningar yrðu haldnar eftir skýrslu OAS (e. Organization of American Sta­tes). Þá hefur varaforsetinn Álvaro García Linera einnig tilkynnt að hann muni segja af sér.