For­seti Bólivíu, Jeani­ne Añez Chavez, hefur greinst með kórónu­veiruna. Hún er annar þjóðar­leið­toginn í Suður-Ameríku til að greinast með Co­vid-19.

For­setinn til­kynnti fylgj­endum sínum á Twitter í dag að hún hefði greinst með veiruna. For­seti Brasilíu, Jair Bol­sonaro, hefur einnig greinst með Co­vid-19. For­seti Hondúras í Mið-Ameríku hefur einnig greinst með smit.

„Ég og starfs­lið mitt höfum verið að vinna fyrir bólivískar fjöl­skyldur allan tíman í far­aldrinum. Síðan í síðustu viku greindust margir í starfs­liði mínu með veiruna og ég fór einnig í próf sem reyndist já­kvætt,“ sagði Añez. „Ég mun nú fara í ein­angrun í um 14 daga þangað til ég tek annað próf og sé hver staðan verður.“

„Mér líður mjög vel. Ég mun halda á­fram að vinna og halda fjar­fundi úr ein­angruninni,“ sagði for­setinn.

Sam­kvæmt heil­brigðis­yfir­völdum í Bólivíu hafa þar greinst tæp­lega 43 þúsund smit og hafa 1577 látist úr Co­vid-19 þar í landi.