Fimm manns hafa verið á­kærð fyrir líkams­meiðingar af gá­leysi vegna hoppu­kastala slyssins á Akur­eyri. Heimir Örn Árna­son, for­seti bæjar­stjórnar á Akur­eyri er á meðal þeirra sem eru á­kærðir í málinu. Rúv greinir frá þessu.

Hoppu­kastalinn tókst á loft við Skauta­höllina á Akur­eyri í byrjun júlí 2021 með um hundrað börnum inn­byrðis með þeim af­leiðingum að sex ára stúlka slasaðist al­var­lega.

Rann­sókn á slysinu hefur staðið yfir á hálft annað ár og er nú búið að á­kæra í málinu. Mats­menn, veður­fræðingur og jarð­verks­fræðingur, voru meðal annars fengnir til að rann­saka hvernig hoppu­kastalinn var festur við jörðu.

Sam­kvæmt Rúv leiddi rann­sóknin í ljós að hoppu­kastalinn hafi alls ekki verið nógu tryggi­lega festur við jörðina. Þar að auki var ekki fylgst nógu vel með þeim festingum sem voru til staðar.

Eins og fyrr segir voru fimm aðilar á­kærðir og er Heimir Örn á meðal þeirra. Aðilarnir sem á­kærðir eru báru ein­hverja á­byrgð á öryggi barnanna sem léku sér í kastalanum, en alls voru sjö börn flutt á slysa­deild í kjöl­farið á slysinu.

Frétta­blaðið hefur greint frá löngu endur­hæfingar­ferli hinnar sjö ára gömlu Klöru sem slasaðist al­var­lega í slysinu og fjöl­skyldu hennar.

Ljóst er að Klara mun þurfa að berjast út ævina við ein­hverja hreyfi­hömlun og málerfið­leika.

Klara og fjöl­skylda hennar var að njóta sumar­frísins á Akur­eyri í veður­blíðunni í fyrra þegar slysið varð og lenti Klara á gjör­gæslu. Hún hefur verið í stífri endur­hæfingu síðan.