„Við viljum að sjálf­sögðu fara mjög hægt í sakirnar í vaxta­hækkunum af því að þær hafa ríka til­hneigingu til að auka á verð­bólguna þegar auknum fjár­magns­kostnaði er velt út í verð­lagið,“ segir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, um þá til­lögu sendi­nefndar Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins að Seðla­bankinn ráðist í enn frekari stýri­vaxta­hækkanir.

Sendi­nefnd Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins (AGS) skilaði í gær skýrslu um stöðu efna­hags­mála á Ís­landi.

„Við teljum mikil­vægt að Seðla­bankinn hækki stýri­vexti frekar og á­stæðan fyrir því er að verð­bólgu­væntingar hafa verið tölu­vert hærri en verð­bólgu­mark­mið Seðla­bankans en þær hafa verið í kringum fimm prósent,“ segir segir Iva Petrova, yfir­maður sendi­nefndar AGS, í Markaðnum í dag.

Drífa bendir hins vegar á að AGS telji hús­næðis­mál stærsta við­fangs­efnið. „Þar hafa þau væntan­lega verið að hlusta á okkur og fleiri.“

„Vel út­færðar og sam­ræmdar að­gerðir eru nauð­syn­legar til að takast á við hús­næðis­verðs­sveifluna,“ segir AGS í skýrslunni.

Þá segir AGS komandi kjara­samninga á­hyggju­efni.

„Ég held að Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðurinn ætti að láta aðilum vinnu­markaðarins það eftir að semja um kaup og kjör,“ svarar Drífa um þetta at­riði.

Að sögn Drífu er hús­næðis­kostnaður sí­fellt meira í­þyngjandi.

„Þannig að það fer líka svo­lítið eftir því hvernig stjórn­völd grípa inn í hús­næðis­markaðinn hvernig kjara­samningar spilast,“ bendir for­seti ASÍ á.