Vahagn Khachaturyan, forseti Armeníu braut reglur Westminster Hall og tók mynd af sér við kistu Elísabetar II Drottningar þegar hann og föruneyti hans vottuðu henni virðingu sína fyrr í dag.
Khachaturyan er einn af þeim hundruðum þjóðhöfðingjum og leiðtogum sem boðið er í útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar.
Stífar öryggisreglur eru nú í gildi víðsvegar um Lundúnir vegna útfararinnar, en það er til að mynda stranglega bannað að taka ljósmyndir í Westminster Hall þar sem líkkista Drottningarinnar er staðsett.
Samkvæmt Daily Mail lét Khachaturyan aðstoðarmann sinn taka myndir af sér þegar hann stóð við hlið kistunnar. Einnig er honum gefið að sök að vera hávær og hlæja með föruneyti sínu í Westminster Hall.
Þetta athæfi forsetans hefur farið illa í breskan almenning, sem kalla nú eftir því að Khachaturyan verði bannað að mæta í jarðaförina sem fer fram á mánudag.
The President of #Armenia has copped flak for disrespecting the #Queen as he took photos and chatted to aides during a visit to see her lying-in-state in #WestminsterHall this morning. #UK pic.twitter.com/5sdb2rPMqC
— Ali Hajizade (@AHajizade) September 18, 2022