Vahagn Khachatury­an, for­seti Armeníu braut reglur West­min­ster Hall og tók mynd af sér við kistu Elísa­betar II Drottningar þegar hann og föru­neyti hans vottuðu henni virðingu sína fyrr í dag.

Khachatury­an er einn af þeim hundruðum þjóð­höfðingjum og leið­togum sem boðið er í út­för Elísa­betar II Bret­lands­drottningar.

Stífar öryggis­reglur eru nú í gildi víðs­vegar um Lundúnir vegna út­fararinnar, en það er til að mynda strang­lega bannað að taka ljósmyndir í West­min­ster Hall þar sem lík­kista Drottningarinnar er staðsett.

Samkvæmt Daily Mail lét Khachatury­an að­stoðar­mann sinn taka myndir af sér þegar hann stóð við hlið kistunnar. Einnig er honum gefið að sök að vera há­vær og hlæja með föru­neyti sínu í West­min­ster Hall.

Þetta at­hæfi for­setans hefur farið illa í breskan al­menning, sem kalla nú eftir því að Khachatury­an verði bannað að mæta í jarða­förina sem fer fram á mánu­dag.