For­seti Ís­lands, Guðni Th. Jóhannes­son, og Eliza Reid for­seta­frú munu fara saman í opin­bera heim­sókn á Akra­nes á morgun, fimmtu­daginn 15. desember.

Hjónin munu byrja á því að hlýða á kór eldri borgara með starfs­fólki Akra­nes­kaup­staðar, Fjöl­iðjunnar og Fé­lagi eldri borgara á Akra­nesi. Þar á eftir er fundur með bæjar­stjórn áður en for­setinn færi tæki­færi til að stinga sér í sjósund á­samt með­limum úr Sjó­baðs­fé­lagi Akra­ness.

Há­degis­verður verður snæddur á hjúkrunar- og dvalar­heimilinu Höfða en kvöld­matur verður á veitinga­staðnum Ní­tjándu á Garða­völlum. Í lok dags verður boðið til há­tíðar­dag­skrár fyrir íbúa í tengslum við 80 ára af­mæli Akra­nes­kaup­staðar þar sem for­seti mun flytja á­varp á­samt Sæ­vari Frey Þráins­syni bæjar­stjóra.