Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid forsetafrú munu fara saman í opinbera heimsókn á Akranes á morgun, fimmtudaginn 15. desember.
Hjónin munu byrja á því að hlýða á kór eldri borgara með starfsfólki Akraneskaupstaðar, Fjöliðjunnar og Félagi eldri borgara á Akranesi. Þar á eftir er fundur með bæjarstjórn áður en forsetinn færi tækifæri til að stinga sér í sjósund ásamt meðlimum úr Sjóbaðsfélagi Akraness.
Hádegisverður verður snæddur á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða en kvöldmatur verður á veitingastaðnum Nítjándu á Garðavöllum. Í lok dags verður boðið til hátíðardagskrár fyrir íbúa í tengslum við 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar þar sem forseti mun flytja ávarp ásamt Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra.