Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, heimsótti óvænt Úkraínu fyrr í dag. Hún kom óvænt við í skóla í Uzhhorod, sem er lítil borg í suðvestur horni Úkraínu. CNN greinir frá þessu.
Í skólanum hitti hún Olenu Zelenska, forsetafrú Úkraínu, en hún hefur ekki sést opinberlega síðan stríðið hófst í Úkraínu þann 24. febrúar síðastliðinn. Skólinn sem þær hittust í er í dag notaður sem bráðabirgðaheimili fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimilin sín.
„Ég vildi koma á mæðradegi,“ sagði Biden við Zelenska. Þær tvær hafa verið í bréfasamskiptum síðastliðnu vikur.
On this Mother’s Day, my heart is with you, First Lady Olena Zelenska, and all of the brave and resilient mothers of Ukraine. pic.twitter.com/tCMXCXhgiY
— Jill Biden (@FLOTUS) May 8, 2022
Zelenska þakkaði Biden fyrir þetta hugrakka verk, að fara til Úkraínu. „Við skiljum hvað þarf fyrir forsetafrú Bandaríkjanna til að koma hingað í stríði þegar hernaðaraðgerðir eiga sér stað á hverjum degi, þar sem sírenur heyrast á hverjum degi, jafnvel í dag,“ sagði Zelenska við Biden.
Jill Biden er á þriðja degi af fjögurra daga ferð um Evrópu. Hún hefur verið að heimsækja fjölskyldur sem hafa flúið Úkraínu til Rúmeníu og Slóvakíu. En Uzhhorod liggur við landamæri Úkraínu og Slóvakíu.
Hátt settir Bandarískir embættismenn hafa heimsótt Úkraínu á síðustu vikum. Forseti Öldungadeildar Bandaríkjaþings Nancy Pelosi heimsótti Úkraínu síðustu helgi, utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsóttu báðir Úkraínu í síðasta mánuði.