Svörum frá forsetaembættinu ber ekki saman um hvort það sé á könnu fjármálastjóra eða ráðsmanns að kanna og veita fjölmiðlum upplýsingar um áfengismál embættisins. Nánar verður fjallað um þetta í Fréttablaðinu á morgun.

Fréttablaðið sem fyrst fjölmiðla greindi frá lögreglukæru starfsmanns embættisins á hendur öðrum starfsmanni sendi einnig fyrst fjölmiðla 7. september síðastliðinn fyrirspurn til forsetaritara um áfengisinnkaup og birgðastöðu. Haldið hefur verið fram að vín hafi horfið úr hirslum embættisins og verið brúkað til einkanota. Ef sú er raunin verður litið á málið sem sakamál.

Engin svör hafa enn borist frá embættinu vegna fyrirspurnar blaðsins. Í svarpósti frá forsetaritara segir að fyrirspurn blaðsins verði svarað á næstu dögum.