Hægt verður að forpanta bílinn í framhaldi af þeirri kynningu. Verðið á bílnum mun byrja í 12.550.000 kr. í Bretlandi og er honum ætlað að keppa beint við Audi e-tron, Mercedes EQC og BMW iX til að mynda. Verð á bílnum hérlendis verður þó ekki tilbúið fyrr en í byrjun næsta mánaðar að sögn Brimborgar. Bíllinn mun koma með einni gerð rafhlöðu sem er 107 kWst að rúmtaki. Hægt verður að fá bílinn í tveimur mótorútfærslum. Long Range útfærslan verður með tveimur mótorum og skilar 489 hestöflum ásamt 840 Nm togi. Sú útgáfa er fimm sekúndur í hundraðið og hefur 610 km drægi. Performance útgáfa notar öf lugri mótora sem skila 510 hestöflum og 910 Nm togi. Sá er 4,7 sekúndur í hundraðið en drægið dettur niður í 560 km. Sú útgáfa verður einnig með stillanlegri loftpúðafjöðrun sem staðalbúnað.