Stef­an Löfv­en for­sæt­is­ráð­herr­a Sví­þjóð­ar geng­ur á fund kon­ungs lands­ins í dag og til­kynn­ir hon­um að hann láti af em­bætt­i for­sæt­is­ráð­herr­a. Löfv­en greind­i frá þess­u á blað­a­mann­a­fund­i í morg­un og sagð­i að það væri ekki heill­a­væn­legt fyr­ir Svía að gang­a að kjör­borð­in­u í miðj­um heims­far­aldr­i en rík­is­stjórn hans mun sitj­a á­fram til bráð­a­birgð­a með­an leyst­ur er hnút­ur­inn sem upp er kom­inn í sænsk­um stjórn­mál­um.

Af­sögn hans er þó ekki á­vís­un á nýj­ar kosn­ing­ar en Löfv­en vill fá um­boð til að mynd­a nýja rík­is­stjórn. Van­trausts­til­laga gegn minn­i­hlut­a­stjórn Löfv­en og Jafn­að­ar­mann­a, sem lögð var fram af hin­um hægr­i­sinn­að­a flokk­i Sví­þjóð­ard­em­ó­kröt­um, var sam­þykkt fyr­ir skömm­u.

Van­traust­ið fól í sér að Löfv­en fékk sjö daga til að mynd­a nýj­an meir­i­hlut­a, segj­a af sér eða boða til nýrr­a kosn­ing­a en þær eru næst á dag­skrá næst­a haust.