Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, kom til eyjunnar La Palma í morgun en þar hófst eldgos um helgina í eldfjallinu Cumbre Vieja. Alls hafa um fimm þúsund íbúar þurft að flýja vegna gossins.
Loftmyndir af svæðinu sýna hvernig hrauntaumurinn rennur niður brekku frá fjallinu og hefur eyðilagt nokkur hús.
Forsætisráðherrann sagði um helgina að vel væri fylgst með skógareldum sem gætu hafist vegna brennandi hraunsins. Herinn og borgaralögreglan hafa verið send til eyjunnar til aðstoða við brottflutning.
22 þúsund jarðskjálftar skráðir
Eldfjallið gaus síðast fyrir fimmtíu árum en það er staðsett á syðri enda eyjunnar þar sem um 80 þúsund manns búa.
Eldgosið hófst um klukkan 15 að staðartíma í gær, sunnudag. Fjórir bæir voru rýmdir um leið og skýli sett upp fyrir fólk. Hæsta viðbúnaðarstig hafði verið á eyjunni í um viku eftir að um 22 þúsund jarðskjálftar voru skráðir.
Más de 5000 personas han sido ya desalojadas en #LaPalma y la prioridad ahora es vigilar la lava, así como que no se produzcan incendios por la #erupción
— Policía Nacional (@policia) September 20, 2021
Mucho ánimo a todos los afectados e integrantes del dispositivo de seguridad, del que 70 agentes de @Policia forman hoy parte pic.twitter.com/UHtP5xFKb3