Forsætisráðherra Malasíu, Muhyiddin Yassin, er kominn í fjórtán daga sóttkví eftir að einstaklingur sem sat fund með Yassin á dögunum greindist með COVID-19.

Búið er að taka sýni hjá Yassin sem reyndist neikvætt en það gæti komið fram síðar.

Yassin sat fund með einstaklingnum fyrr í þessari viku og eru allir einstaklingarnir sem sátu fundinn komnir í sóttkví.

Alls hafa 7317 greinst með COVID-19 í Malasíu og 115 látið lífið. Virk smit í landinu eru 1163, þar af 78 ný smit í dag.