Hassan Diab, for­sætis­ráð­herra Líbanon, kemur til með að á­varpa þjóðina klukkan hálf átta í kvöld að staðar­tíma. Að því er kemur fram í frétt Reu­ters hefur heil­brigðis­ráð­herra stað­fest það við miðilinn að Diab komi til með að til­kynna af­sögn ríkis­stjórnarinnar í á­varpi sínu.

Í­búar Beirút hafa kennt spilltum stjórn­völdum um sprenginguna en frá því í október í fyrra hefur fjöldi fólks kallað eftir því að ríkis­stjórnin segi af sér vegna slæmrar stöðu efnahagsmála og krafist þess að breytingar verði gerðar.

Fjórir ráð­herrar hafa þegar sagt af sér vegna málsins, þar á meðal dóms­mála­ráð­herra Líbanon, Mari­e Clau­de Najm, og fjár­mála­ráð­herra Líbanon, Ghazi Wazni, sem sögðu af sér í morgun. Þá hafa fjöl­margir þing­menn lýst því yfir að þeir treysti ekki ríkis­stjórninni.