Naftali Bennett, for­sætis­ráð­herra Ísrael, hefur lofað hörðum að­gerðum gegn ís­fram­leiðandanum Ben & Jerry‘s eftir að fyrir­tækið hætti að selja ís í ísraelskum land­töku­byggðum á heima­svæði Palestínu­manna.

Bennet hótaði móður­fyrir­tæki Ben & Jerry‘s, Unile­ver, og sagði að það yrðu laga­legar af­leiðingar af ákvörðun fyrirtækisins, en BBC segir frá.

Ben & Jerry‘s gáfu út yfir­lýsingu í gær þess efnis að sala á ísnum á Vestur­bakkanum og í austurhluta Jerúsalem færi gegn gildum fyrir­tækisins.

Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael.
Ljósmynd/AFP

Aktiv­istar í Palestínu fögnuðu á­kvörðun ís­fram­leiðandans.

Yfir 600.00 gyðingar búa í um 140 land­töku­byggðum á Vestur­bakkanum sem Ísrael hefur byggt frá því 1967.

Mikil meiri­hluti al­þjóða­sam­fé­lagsins hefur sagt land­töku­byggðirnar ó­lög­legar sam­kvæmt al­þjóð­legum lögum en Ísrael hafnar því.