Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafði ekki aðkomu að þeirri ákvörðun að skipta um ráðherrabíl. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Umbru-þjónustumiðstöðvar stjórnarráðsins sem send var Fréttablaðinu.

Greint var frá því í blaði dagsins að nýr bíll af gerðinni Audi e-tron þjónustaði nú forsætisráðherra í stað Mercedez rafjeppa sem keyptur var í nóvember á síðasta ári. Fyrirsögn fréttarinnar var „Skipti um ráðherrabíl því skottið var of lítið" sem að sögn þjónustumiðstöðvarinnar er röng fullyrðing. Meginbreytingin sem snýr að bifreið hafi verið aukin krafa um veghæð bílsins.

Yfirlýsing Umbru í heild sinni:

Vegna fréttar í Fréttablaðinu vill framkvæmdastjóri Umbru - þjónustumiðstöðvar stjórnarráðsins taka fram að forsætisráðherra hafði ekki aðkomu að þeirri ákvörðun að skipta um ráðherrabíl. Ákvörðunin, sem tekin var af Umbru, hafði ekkert með farangursrými bílsins að gera heldur var hún liður í víðtækari prófunum Umbru á þessum fyrsta alfarið rafknúna ráðherrabíl Stjórnarráðsins. Í kjölfar þeirra prófana var niðurstaðan eftir samráð við ríkislögreglustjóra og ráðherrabílstjóra að endurskoða nokkrar kröfur til ráðherrabifreiða. Meginbreytingin sem snýr að bifreið forsætisráðherra er aukin krafa um veghæð.