Katrín Jakobs­dóttir klökknaði í ræðu­stól og felldi tár eftir til­finninga­ríkar um­ræður á Al­þingi í gær­kvöldi. For­sætis­ráð­herra mælti fyrir frum­varpi sínu um heimild til að greiða fyrrum sak­borningum í Guð­mundar- og Geir­finns­málunum bætur. Um­ræðan stóð yfir í yfir tvær klukku­stundir án þess að nokkur stjórnar­þing­maður lýsti yfir stuðningi sínum við frum­varpið.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokksins, Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar, Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, Helgi Hrafn Gunnars­son, þing­maður Pírata, Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, og Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, voru meðal þeirra sem gagn­rýndu frum­varpið.

Björn Leví ásakaði Katrínu um sýndamennsku.

Vænd um sýndar­mennsku

Þá virtist ríkja al­menn ó­á­nægja meðal þing­manna yfir að dóms­málið væri til um­ræðu á Al­þingi og sagði Börn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, meðal annars að um sýndar­mennsku væri að ræða.

For­sætis­ráð­herra þver­tók fyrir það og sagði hreint ekki ó­eðli­legt að Al­þingi kæmi að málinu í ljósi að­komu Al­þingis á fyrri stigum málsins, meðal annars í endur­upp­töku þess. „Mér fannst það ekki koma til greina af hálfu stjórn­valda á þeim tíma að segja „og svo geta aðilar leitað réttar síns fyrir dóm­stólum“ mér fannst eðli­legt að við myndum fara í það mál að reyna að ná sam­komu­lagi um ein­hvers­konar sann­gjarnar bætur.“

Katrín benti á að hluti af hug­myndum sátta­nefndar, sem skipuð var í málinu á sínum tíma, hafi verið að frum­varp yrði sett fram til að tryggja jafn­ræðis­grund­völl eftir­lifandi sak­borninga og að­stand­enda þeirra látnu. Frum­varpið snerist fyrst og fremst um að tryggja það að allir fimm fyrrum sak­borningar hefðu rétt á bótum.

Katrín fær faðmlag að lokinni ræðu.
Mynd/Alþingi

Stjórn­völd vilji bæta rang­lætið

Þá furðaði for­sætis­ráð­herra sig á því að þing­menn efuðustu um til­gang frum­varpsins. „Mér finnst mikil­vægt að stjórn­völd geti stað­fest sinn vilja til þess að sýna yfir­bót og viður­kenna það rang­læti sem hæsti­réttur stað­festi á sínu sviði með dómum sínum frá því í fyrra.“ Þá hefðu stjórn­völd skýra heimild til að bjóða þessum fimm aðilum bætur sem settar væru á þessum jafn­ræðis­grund­velli.

„Ég er síðasta manneskjan til að óska þess að þetta mál fari í ein­hverjar flokks­pólitískar skot­grafir,“ sagði Katrín og bætti við að málið snerist um að Al­þingi sýndi sinn fylli­lega og skýra vilja til að bæta rang­lætið sem fyrrum sak­borningar hafi orðið fyrir.

Röddin brast í lok ræðunnar

„Hér er ekki verið að biðja þing­menn hátt­virta um að taka þátt í efnis­legri um­ræðu um inn­tak máls eða fara í ein­hver yfir­boð á fjár­hæðum. Það er ekki ætlun mín með þessu frum­varpi. Og mér þykir það leitt ef hátt­virtir þing­menn gera mér það upp, hér,“ sagði Katrín í lok ræðu sinnar og klökknaði við.

Á eftir ræðu Katrínar steig Björn Leví í pontu og baðst af­sökunar á fyrrum um­mælum sínum um sýndar­mennsku. For­sætis­ráð­herra þerraði tár sín í ráð­herra­stólnum og gerði einn þing­maður sér ferð til Katrínar og faðmaði hana.

Loka­ræðu Katrínar má sjá í heild sinni hér að neðan.