Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra vill í svari sínu við fyrir­spurn Frétta­blaðsins ekki svara því með beinum hætti hvort hún taki undir orð Lilju Al­freðs­dóttur við­skipta­ráð­herra sem gagn­rýnt hefur Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra vegna fram­kvæmdar við út­boð Ís­lands­banka.

Lilja telur að á­byrgð van­kanta út­boðsins liggi hjá fjár­mála­ráð­herra en ekki Banka­sýslunni. Þá sagði Lilja að hún hefði sjálf gert at­huga­semdir fyrir söluna.

Frétta­blaðið hefur falast eftir við­brögðum annarra ráð­herra við um­mælum Lilju í dag. Í svari for­sætis­ráð­herra við fyrir­spurn Frétta­blaðsins segir að um­ræður hafi að sjálf­sögðu orðið um fyrir­komu­lag á sölu hluta í Ís­lands­banka í ríkis­stjórninni þar sem ráð­herrar lýstu skoðunum sínum. Enginn ráð­herra hafi þó óskað að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkis­stjórn né í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál.

„Mín af­staða hefur verið sú að ferlið yrði eins gagn­sætt og skýrt og kostur væri, upp­lýsingar­gjöf væri góð og jafn­framt lagði ég á­herslu á að þingið fengi nægi­legan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti tíma til að kynna sér þessa að­ferð. Enn­fremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla á­herslu á birtingu lista kaup­enda sem fjár­mála­ráð­herra birti um leið og hann barst ráðu­neytinu,“ segir Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra.

Hún segist ein­dregið styðja að málið verði skoðað ofan í kjölinn og út­tekt Ríkis­endur­skoðunar sé eðli­legt skref í þeirri skoðun.

„Þá má bæta við að aldrei hefur staðið til að selja Lands­bankann og það hefur legið fyrir frá því að ríkis­stjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðli­legt að geyma allar frekari hug­myndir um sölu á hlutum í Ís­lands­banka,“ segir Katrín.