Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra hefur ekki fengið boð í út­för Elísa­betar II Bret­lands­drottningar, sem fer fram mánu­daginn 19. septem­ber. Þetta stað­festir Sig­hvatur Arn­munds­son, upp­lýsinga­full­trúi for­sætis­ráðu­neytis.

„For­sætis­ráð­herra hefur ekki borist boð í út­för Elísa­betar II Eng­lands­drottningar,“ sagði Sig­hvatur við fyrir­spurn frá Frétta­blaðinu.

Samkvæmt frétt Politico verður einungis einum háttsettum embættismanni frá hverju ríki, ásamt maka, boðið að mæta í jarðarförina. For­seta­hjón Ís­lands, Guðni Th. Jóhannes­son og Eliza Reid, hafa þegið boð frá Karli III. Breta­konungi og verða við­stödd jarðar­förina fyrir Íslands hönd.

Jarðar­för Elísa­betar verður ein stærsta leið­toga­sam­koma síðustu ára, en búist er við að hundruð þjóð­höfðingja og leið­toga muni heim­sækja landið og vera viðstaddir útför drottningarinnar.

Mikill við­búnaður er í landinu vegna jarðar­fararinnar og hafa leið­togar til að mynda verið hvattir til þess að koma ekki á einka­flug­vélum til að forðast að raska flug­um­ferð yfir landinu.

Eigin­­legur listi yfir þá sem munu sækja jarðar­­förina hefur ekki verið gefinn út. Þar verða hins vegar með­limir konungs­fjöl­­skylda hvaða­­næva af, er­­lendir þjóðar­­leið­­togar, fyrr­verandi leið­­togar auk starfs­­fólks konungs­fjöl­­skyldunnar.

Meðal þeirra verða Joe Biden, Banda­­ríkja­­for­­seti, Emmanuel Macron, Frakk­lands­­for­­seti, Ja­cinda Ardern, for­­sætis­ráð­herra Nýja-Sjá­lands og Jair Bol­sonaro, for­­seti Brasilíu, svo ein­hverjir séu nefndir.