Á­tján ára drengur, Payton Gendron, er í haldi lög­reglunnar í Buffa­lo eftir skot­á­rás á laugar­dag. Tíu manns létust í á­rásinni og var elsta fórnar­lambið 86 ára kona sem hafði skömmu áður heim­sótt eigin­mann sinn sem dvelur á hjúkrunar­heimili.

Á­rásin átti sér stað við mat­vöru­verslun í austur­hluta Buffa­lo og segir lög­regla að kyn­þátta­hatur hafi verið kveikjan að á­rásinni. Þeir sem létust voru svartir á hörund og telur lög­regla að Payton hafi valið sér­stak­lega þetta hverfi vegna þess hversu hátt hlut­fall íbúa þar eru svartir.

Eitt­hvað sem þú býst ekki við

Í um­fjöllun New York Post er fjallað um fórnar­lömb á­rásarinnar, þar á meðal 65 ára konu sem var í versluninni til að kaupa jarðar­ber vegna köku­gerðar. Hún náði ekki að hlaupa nógu hratt undan Payton og var skotin til bana á meðan systur hennar tókst að flýja og fela sig í versluninni.

Blaðið ræðir við Pamelu Pritchett, 55 ára, sem missti móður sína í á­rásinni. Móðir hennar, Pearl Young, var 77 ára og hafði hún meðal annars starfað sem kennari á ferli sínum. Þá gegndi hún mikil­vægu sjálf­boða­starfi í hjálpar­mið­stöð í Buffa­lo sem út­vegar heimilis­lausum ein­stak­lingum mat.

„Þú býst ekki við að eitt­hvað svona gerist þegar móðir þín fer út í búð að kaupa í matinn,“ segir Pamela við New York Post.

Ruth Whitfield var 86 ára. Hún var nýbúin að heimsækja eiginmann sinn sem dvelur á hjúkrunarheimili þegar hún var skotin til bana.

Sá á­rásina á mynd­bandi

Ruth Whit­fi­eld, 86 ára, var skotin til bana í á­rásinni og segir sonur hennar, Garnell Whit­fi­eld, fyrr­verandi slökkvi­liðs­stjóri í Buffa­lo, að hún hafi heim­sótt eigin­mann sinn dag­lega á hjúkrunar­heimili síðast­liðin átta ár. Hann sagði að móðir hennar hefði oft komið við í þessari verslun eftir að hafa heim­sótt eigin­mann sinn.

Heyward Patter­son, 68 ára karl­maður, var einnig skotinn til bana í á­rásinni en hann starfaði sem bíl­stjóri. Þá var 32 ára kona, Roberta Drury, einnig myrt í á­rásinni og segir móðir hennar, Dezzelyn McDuffi­e í satmali við The Buffa­lo News, að hún hafi séð á­rásina á mynd­bandi sem dreift var á netinu. Þá komst hún að því að dóttir hennar væri á meðal þeirra sem létust.

Þá lést 55 ára gamall öryggis­vörður í versluninni í á­rásinni, Aaron Salter Jr., en hann lést þegar hann reyndi að skjóta á Payton úr byssu sinni. „Þetta er gríðar­legt á­fall en ég er viss um að hann hafi bjargað nokkrum manns­lífum í dag. Hann er hetja,“ sagði sonur hans, Aaron Salter III, við New York Post. Aðrir sem létust í á­rásinni voru Margus Morri­son, 52 ára, Andre Macneil, 53 ára og Geraldine Tall­ey, 62 ára.

Pearl Young var 77 ára og hafði meðal annars starfað við kennslu.