Tveir einstaklingar fundust slasaðir í stigagangi við verslunina Ica í Svedmyra, úthverfi sunnarlega í Stokkhólmi, í kvöld um hálf tíu að staðartíma.

Einstaklingarnir voru fluttir á sjúkrahús og er málið rannsakað sem tilraun til manndráps. Lögregla hefur ekki gefið upplýsingar um alvarleika áverkanna en vitni sögðu stigaganginn útataðan blóði.

Pontus Sandulf hjá lögreglunni í Stokkhólmi segir í samtali við Aftonbladet að leit standi enn yfir að mögulegum árásarmönnum en þyrla lögreglunnar er meðal annars notuð við leitina.

Lögreglan var kölluð á vettvang við fjölbýlishús í hverfinu og fundust einstaklingarnir í stigagangi skammt frá.