Jóhannes Rúnars­son fram­kvæmdar­stjóri Strætó segir að það hafi ekki verið vagn­stjóri Strætó sem hafi fengið snjó yfir sig frá gröfu­manni verk­taka­fyrir­tækisins Ó­ska­taks. Samt sem áður stendur til að for­svars­menn Ó­ska­taks og Strætó fundi í dag um málið.

Í gær­kvöld greindi mbl frá mynd­bandi af gröfu­manni Ó­ska­taks að hella snjó yfir annan mann sem stóð á gang­stétt hliðina á gröfunni. Í mynd­bandinu sem fór í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum sést maðurinn og gröfu­maðurinn eiga í ein­hverjum deilum, en ekki er vitað hvað fór á milli mannana.

Jóhannes stað­festir að það hafi ekki verið starfs­maður Strætó sem hafi fengið snjóinn yfir sig. Því er enn ó­ljóst hver var fórnar­lamb gröfu­mannsins.

Ingi­björg Sigur­steins­dóttir, mann­auðs­stjóri Ó­ska­taks, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að málið sé til skoðunar og það standi enn til að funda með Strætó um málið. Gröfu­maðurinn hefur verið sendur í leyfi frá störfum í kjöl­far at­viksins.