Hlutur í Aston Martin er nú á um fimm pund en var 16 pund þegar merkið fór á markað. Stroll keypti Force India formúluliðið árið 2018 og hefur fjárfest mikið í liðinu. Meðal annars áætlar hann að stækka verksmiðju liðsins sem er staðsett nálægt Silverstone brautinni. Ef af þessu verður er ekki ólíklegt að Aston Martin nafnið verði notað á keppnislið Racing Point, sem notar vélar frá Mercedes-AMG F1 keppnisliðinu. Aston Martin notar einnig vélar frá AMG í suma bíla sína svo að þar er þegar tenging. Reyndar er aðal styrktaraðili Red Bull Racing, Aston Martin merkið og bæði fyrirtækin hafa komið að þróun Valkyrie bílsins. Aston Martin keppti í Formúlu 1 í tvö ár, frá 1959-60 en aðeins í fimm keppnum. Ökumenn liðsins voru Roy Salvadori og hinn þekkti Carroll Shelby en þeir kepptu á DBR4 bílum Aston Martin.